Hesteyri.                

Hesteyri.is er vefsvæði sem er í eigu Félags landeigenda á  Hesteyri

  Myndir:

  Séð til Hesteyrar

  Horft yfir fjörður

  Sléttuvatn

  Sléttuá

  Staðardalur

  Fannadalslægðir

  Séð til Staðarvatns

  Við prestsetrið að Stað

  Séð til Sæbóls.

  Áð við skóla

  Komið niður í fjöru

  Undir Hvarfanúp

  Úr Miðvík

  Úr Miðvík

  Séð út Miðvík

  Miðvík-Látrar

  Kort af gönguleið

  Til baka

Hesteyri-Aðalvík-Hesteyri

 Sumarið 2003 í júlí fór ég í  gönguferð frá Hesteyri um Sléttuheiði til Aðalvíkur um Staðardal fyrir Hvarfanúp um Miðvík og til Hesteyrar aftur.

Þetta er um 25 km leið. Ferðin tók um 10 klst. með ýmsum stoppum á leiðinni.

Gengið var frá Hesteyri út fjöruna út á Hesteyrareyrar. Þaðan er gengnið upp það sem kallað er brattagata upp í Dalabrekku og þaðan yfir að Sléttuvatni. Upp bröttugötu er greinilegur stígur og nokkuð auðfarið þó bratt sé á stundum. Efst á þessari leið er fallegt útsýni inn alla firði allt til Drangajökuls þar sem hann kemur niður Leirufjörð.  Farið er vestan Sléttuvatns og yfir Sléttuá svolítið neðan við vatnið. Sléttuheiði tekur þar við sem yfir ána er komið og er flótlega komið á greiðfæran göngustíg allt til Fannadalslægða. Af Sléttuheiði er fallegt útsýni yfir djúp og út Staðardal að Sæbóli. Farið er niður í Staðardal þar sem Fannadalur heitir en dalurinn dregur nafn sitt af því að yfirleitt er þar snjór allt árið. Þegar niður í dalinn er komið er gengið beint út að prestsetrinu að Stað. Þar er nú Staðarkirkja og bústaður prestsins. Þessi hús eru nú í umsjón Áttahagafélaga Slétturhreppinga. Húsunum er vel við haldið og er kirkjan notuð á hverju ári til einhverra athafna svo sem ferminga og skírna. Einnig er reglulega efnt til messuferða á vegum átthagafélaganna. Frá Stað að sæbóli er nokkur spölur en þar eru nokkur sumarhús og Skólinn sem er í eigu fyrr nefndra félaga. Frá sæbóli er gengið neðan við Þverdal og út að Hvarfanúp.Tvær leiðir eru þar um önnur er að fara fjöru en þá þarf að sæta lagi á flóði og fjöru. Hin leiðin er að ganga út í núpinn og síga niður vað. Þessi leið er ekki auðveld og ekki fyrir lofthrædda. Þegar í fjöru er komið er stikklað á steinum fyrir núpin og í Miðvík. Leiðin sem við fórum um Miðvík er fram með fjallinu að sunnanverðu í víkinni beint af augum fram víkina og þaðan upp í Hesteyrarskarð rétt norðan við Búrfell. Í Hesteyrarskarði er komið á slóða sem breytist síðan í ágætis gönguveg allt til Hesteyrar.   Kort af gönguleið

Elías Oddsson

 

 

 

  

 

 

 

 

 

Umhverfisstofnun

Gisting

Ísafjörður

Sjóferðir H og K

Veðurfréttir

Veitingar

Vesturferðir

Flóðatafla

 

 

 

 

Hesteyri.is - Elías Oddsson