Skíðasvæðið á Seljalandsdal. Gönguskíðasvæðið Ísafirði
Ekki eru miklar upplýsingar að finna um upphaf skíðaíþróttarinnar hér á norðanverðum Vestfjörðum. Þó er vitað að áður fyrr fóru menn á skíðum milli staða vegna erinda sem nauðsynlega þurfti að sinna, en ekki var mikið um skíðaiðkun til skemmtunar. Líklegt er að skíði hafi verið notuð eitthvað við veiðar.Þegar flett er í heimildum og reynt að finna út hvenær þessi íþróttaiðkun hófst er kki hægt að ganga fram hjá því, að Norðmenn þeir se störfuðu við hvalveiðar hér um slóðir hafa að öllum líkindur flutt með sér skíði og þekkingu á notkun þeirra.(Fálkinn 1934) Vitað er að Norðmenn sem störfuðu á Flateyri ...