Hesteyri.             

Hesteyri.is er vefsvæði sem er í eigu Félags landeigenda á  Hesteyri

 Séð inn fjöru

Séð út fjöru.

Séð inn fjörð

 Mynd 4

 Mynd 5

 Mynd 6

 Mynd 7

 Mynd 8

 Mynd 9

Húsin

Forsíðan

     Ætt þeirra sem eiga húsið að Móum í dag hefur  verið  tengd Hesteyri í um 100 ár. Það var um 1910 að Bjarna Péturssyni var komið í fóstur að Móum hjá Margréti og Vagni. Bjarni var sonur Péturs Tryggva Jóhannssonar. Bjarni átti fjögur alsystkyni og eina hálf systur. Bjarna varð ekki barna auðið en eftir hans dag keypti bróðir hans Pétur Tryggvi Pétursson allar eignir Bjarna þar nprður frá. Faðir þeirra hét eins og áður sagði Pétur Tryggvi Jóhannsson. Hann var sonur Jóhanns Halldórssonar refaskyttu í Látravík þar sem Hornbjargsviti stendur nú. En Jóhann var landnámsmaður þar og er því sennilega síðasti landnámsmaður á Hornströndum.

Í Hornstrendingabók ,heftinu Land og líf, eftir Þorleif Bjarnason segir eftirfarandi um Jóhann Halldórsson refaskyttu í Látravík (á bls 98-99.)  " Á seinni hluta 19. aldar voru margar ágætar skyttur á Hornströndum, þaulsætnir í útilegum og skutu margar tófur hvern vetur, en færðu þess á milli seli í bú fyrir skotfimi sína. En frægastur allra um skotfimi var þó landneminn í Látravík, Jóhann Halldórsson, sem oft var nefndur Jóhann refaskytta, vegna listar sinnar og yfirburða. Jóhann í Látravík var svo skotviss, að fátítt var, og þótti vart einleikið, ef honum brást skot. Hann þekkti eðli hins slóttuga dýrs, tófunnar, út í ystu æsar, hætti hennar og duttlunga, lék sér að grimmum bitvörgum, þaulreyndum í slóttugheitum, og sigraði þá jafnan. Jóhann þurfti ekki að liggja fyrir tófu, list hans var yfir þá veiðimennsku hafin. Hann gaggaði þær til sín um hábjartan dag, þekkti hvort það var kvendýrið eða karldýrið, sem kallaði, og svaraði í kvengaggi eða karlgaggi eftir því, sem við átti, þar til hann hafði hænt tófuna til sín og gat talað við hana á öðru máli. Hann elti þær uppi að degi til, lék sér við þær og nær því dekraði, dáleiddi þær til spektar, þar til hann gat valið á þeim færi. Sjálfur hefur Jóhann gert grein fyrir íþrótt sinni í ýtarlegri grein um refaveiðar í Andvara 25. árg.". tilv.líkur.

Tveir synir Jóhanns eru nefndir til þegar talað er um reynslu manna við yfirskilvitlegar verur. Pétur Tryggvi "slapp" naumlega úr hildarleik við vofu eina er áreitti hann í verbúðum að Staðareyrum. En Stefán bróðir hans barðist við fjörulalla við Bjarnanes sunnan Axarfjalls og rétt slapp til bæja illa til reika. Pétur Tryggvi á gröf sína að Hesteyri, í kirkjugaðinum þar.

 Nú eiga húsið að Móum (sumir segja að húsið heiti Mór ekki Móar) börn Péturs Tryggva Pétussonar, Jóhannssonar í Látravík, er kenndur er við Grænagarð í Skutulsfirði vestan djúps. Þau Gunnar, Oddur og Unnur. 

Húsakostur að Móum er þröngur, en áður voru þarna einnig útihús, bæði fjárhús með hlöðu sem stóðu rétt ofan við íbúðarhúsið og  fjós er var sambyggt íbúðarhúsinu. Talsvert hefur verið unnið að viðhaldi hússins að undanförnu en aðal húsið þarfnast þó verulegrar endurbyggingar ef það á að standa til lengri tíma. Nú eru þó komin þægindi eins og rennandi vatn, salerni og olíumiðstöð með ofnum. Notast er við gas til eldunar.

  

 

 

 

 

 

Gisting

Ísafjörður

Sjóferðir H og K

Veðurfréttir

Veitingar

Vesturferðir

Flóðatafla

 

 

 

 

Hesteyri.is - Elías Oddsson