Hesteyri.                

Hesteyri.is er vefsvæði sem er í eigu Félags landeigenda á  Hesteyri

  Myndir:

  Silgt inn fjörður

  Landganga Flæðareyri

  Höfðinn Höfðaströnd

  Höfðaströnd

  Bærin Höfði

  Á göngu

  Deildará vaðin

  Áð að Höfðaströnd 1

  Áð að Höfðaströnd 2

  Horft til Kvíanúps

  Hópurinn á Staðarheiði

  Grunnavík 1

  Grunnavík 2

  Staður Grunnavík

  Kaffi Sútarabúðum

  Á heimleið

  Á heimleið

  Grunnavík

  Kort af gönguleið

  Til baka

Páskaganga 2005

 Nú um páska 2005 var farin gögnuferð frá Flæðareyri til Grunnavíkur. Veður var mjög gott sól en þó ekki of heitt. Í ferðinni voru um 20 manns misþjálfaðir til göngu en þetta eru um 14 km. Leiðin er ekki erfið en það löng að óvanir verða þreyttir. Farið var af stað frá Ísafirði kl 10 að morgni föstudagsinslanga. Fararstjóri var Jón Björnsson göngugarpur.  Farkosturinn var farþegabáturinn Bliki   frá Sjóferðum H og K. Ferðin norður tók um eina klukkustund. Gott var í sjóinn alla leið og gékk vel að koma hópnum í land að Flæðareyri. Nokkrir farþegar fóru áfram með bátnum að Höfðaströnd til veru um páska. Einnig voru nokkrir farþegar með bátnum sem fóru í útsýnisferð um fjörður á meðan hópurinn var á ferð. Gönguhópurinn gékk fyrst að félagsheimilinu að Flæðareyri og fékk þar kynningu á umhverfinu. Síðan var gegnið á Höfðann sem Höfðaströnd  dregur nafn sitt af. En þar er útsýnisskífa sem gefin var og sett upp af Grunnvíkingafélaginu á Ísafirði sumarið 2000 (eða 2001). Þar sem veður var mjög gott  var útsýni fallegt og vítt. Næst var gengið að bænum Höfða Þaðan lá leiðin rólega að fyrsta og eina farartálmanum Deildará. En hana þarf að vaða og getur stundum verið talsvert vatn í ánni. Ekki var það mikið í þetta sinni en þó var farið úr skóm og sokkum og vaðið. Vatnið var kalt. Nokkrir létu sig hafa það að vaða í ós á skóm og sokkum. Næst var haldið að bænum  Höfðaströnd og áð þar og drukkið nesti. Þar týndist leiðsögumaðurinn og fór hópurinn því af stað án hans. En hann náði hópnum vonbráðra, hafði bara tafist við orðræður við fólk að Höfðaströnd, en það er ekki óalgengt þegar Jón á í hlut. Þvínæst var gengi rösklega allt að  Sútarabúðum í Grunnavík og þegnar þar veitingar. Vel var veitt og gott að setjast og hvíla lúin bein. Því næst var farið um borð í Blika og siglt til Ísafarðar og komið í höfn um kl 18.00. Kort af gönguleið

 

 

  

 

 

 

 

 

Umhverfisstofnun

Gisting

Ísafjörður

Sjóferðir H og K

Veðurfréttir

Veitingar

Vesturferðir

Flóðatafla

 

 

 

 

Hesteyri.is - Elías Oddsson