Hesteyri.                

Hesteyri.is er vefsvæði sem er í eigu Félags landeigenda á  Hesteyri

  Myndir:

  Siglt út Djúp

  Fjallið Ritur.

  Á leið í land að sæbóli

  Hópurinn að Borg.

  Horft til Straumness

  Prestsetrið að Stað.

  Á leið upp Skarðadal

  Áð á fjalinu Teista

  Horft inn djúp

  Horft inn Fjörður

  Horft yfir Djúp

  Hópurinn á Sléttuheiði

  Læknishúið á Hesteyri

  Áð að Móum

  Hesteyri páskum 1999

  Kort af gönguleið

  Til baka

Páskaganga 1999.

Sæból-Teisti-Hesteyri.

Á páskum 1999 var farið í hefðbundna skíðagönguferð norður í Sléttuhreppi. Farið var frá Ísafirði að morgni laugardags með bát frá Sjóferðum H og K og var meiningin að fara að Látrum og ganga yfir að Hesteyri. Á leiðinni var ákveðið að óformlega skipuðum fararstjóra að fara frekar að Sæbóli og ganga þaðan um Staðardal, Sléttuheiði og inn að Hesteyri neðan til við Búrfell. Þessi leið er talsvert lengri (18 km) en sú sem ætlað var að fara (11 km) en vegna veðurs var hún mikið skemmtilegri og útsýni frábært eins og sjá má á myndnum hér til hliðar. ( Horft inn djúp) Veður þennan dag var einstakt logn, vægt frost og sólskin.

Farið var í land neðan við húsin að Borg. Hópnum safnað saman við hús hreppstjórans. Þaðan var gengið sem leið liggur beint fram að Stað.(Prestsetrið að Stað.)  Snjór var yfir öllu og hægt að ganga á skíðum hvert sem var í víkinni. Frá Stað var farið beint af augum í átt að Staðarskörðum þvert yfir vatnið og fram Skarðadal. Þegar upp var komið var áð á Teista og útsýnisins notið.(Horft inn Fjörður)  Síðan var gengið yfir á Sléttuheiði og inn með svo nefndum Þverdalsdrögum og neðan við Litlafell. Þegar þar var komið var farið að þyngja færið vegna sólbráðar og var farið að teygjast á hópnum. Farið var yfir Hraunkolludal og síðan neðan við Búrfell inn að Hesteyrardal. Farið yfir Hesteyrará og síðan rennt sér niður að Hesteyri. Á Hesteyri var mikill snjór.( Hesteyri páskum 1999)   Þar sem hópurinn var saman settur bæði af vönu  og óvönu fólki þá voru sumir orðnir ansi þreyttir við lok göngu og vönduðu fararstjóra ekki kveðjurnar en þó held ég að allir hafi verið ánægðir er upp var staðið.

    Kort af gönguleið

Elías Oddsson

 

 

 

  

 

 

 

 

 

Umhverfisstofnun

Gisting

Ísafjörður

Sjóferðir H og K

Veðurfréttir

Veitingar

Vesturferðir

Flóðatafla

 

 

 

 

Hesteyri.is - Elías Oddsson