Hesteyri.                

Hesteyri.is er í eigu Félags landeigenda á  Hesteyri                             

 

Húsin á Hesteyri 

  Gönguferðir

  Séð inn fjöru

  Séð út á eyrar

  Séð inn fjörð.

  Í þokunni

  Sólarlag

  Búðin í sólinni

  Brýrnar vígðar

  Kagrafell og    Höfði

  Kort af göngusvæði

  

Gönguklúbburinn Weber

 myndir úr ferð 2006

 

03.07.06

Jæja nú eru þrír dagar í brottför. Ólafur og Áslaug sendu út póst í gær um ýmislegt sem hafa þarf í huga. Þau gátu þess að við Inga fórum norður í gær til að undirbúa komu ykkar. Það virðist sem nóg sé af mataráhöldum en þó verð ég að viðurkenna að ég taldi ekki matar og súpudiska. Glös, hnífapör og annað sem við nota þarf í mat er til á staðnum. Það er helst að minna á hlíleg föt og regnföt. Annað. Flugan er komin af stað í Aðalvík og er því gott að hafa flugnanet með í för. Þær leiðir sem við munum ganga eru ekki erfiðar ne þó eru einhverjar brekkur brattar en lítið um kletta eða þess háttar. Ég geri ráð fyrir að lengsta gangan taki um 10 klst og verður á föstudaginn. Ég geri ráð fyrir að þetta geti breyst eitthvað ef veður verður erfitt.

Væntanlegar gönguleiðir:

Föstudagur:  Hesteyri - Sæból í Aðalvík - Miðvík Hesteyri ca 8 -12 tímar.

Laugardagur:  Hesteyri - Stakkadalur í Aðalvík um Miðvík heim ca 6-8 tímar fram og til baka.

Sunnudagur: Hesteyri - Slétta.  Þetta er hægt að teygja eins og menn villja.

Á fimmtudagskvöld hef ég hugsað mér að nýta til að skoða staðinn og ganga inn að Skipeyri en þar stóð hvalstöð og síðar síldarbræðsla og var fyrst kölluð Gimli en síðan Hekla.

Gert er ráð fyrir að á föstudagskvöldið verði keyptur matur í Læknishúsinu (kjötsúpa). Þannig að eftir lengsta daginn verður ekki mikið uppvask. Á laugardaginn ætlum við síðan að elda okkar aðalmáltíð. Á sunnudag verður einnig eldað. Ég er búinn að fjárfesta í WEBER grilli hvað annað, þannig að Árni verður á heimavelli. Ekki er vitað um veiði í ám eða vötnum en alltaf má reyna. Ég mun taka með mér netið mitt og leggja það en lofa ekki að hægt verði að lifa á veiðinni.

Ég og Inga förum væntanlega norður á miðvikudagskvöld. Mér skilst á Óla að brottför á fimmtudaginn verði um kl 1800 en ferðin tekur um eina klst. aðra klst tekur að koma sér fyrir og síðan smá snarl. Að Móum sem er húsið okkar  hægt að þurka föt á ofnum og ég held líka í Læknishúsinu. Ég mun koma upp sturtu en því miður bara með köldu vatni.

 

Kveðja

 

07.04.06 Nú er orðið ljóst að gisting fæst fyrir þá sem það villja í Læknishúsinu. Það er bara spurningin hvort það á að fara á fimmtudag 6. júlí eða föstudaginn 7.. Annars skildist mér á Óla í dag að þetta yrði senilega endurhæfingarferð því flesti í hópnum hefðu verið á spítala í lengri eða skemmri tíma en mis allvarlega veikir þó. ég vona að þessi veikindi eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á okkar plön en allavega ætla ég að reyna að setja upp miserfiðar gönguleiðir þannig að hægt verði að velja eitthvað. Ég ætla að reyna að hafa þær tillögur tilbúnar strax eftir páska.

Eldra: Eins og ákveðið var á síðasta fundi hópsins á Seltjarnarnesi í nóvember sl hefur verið ákveðið að fara næstu ferð í Jökulfirði sem ganga norð austur úr Ísafjarðardjúpi. Ég geri ráð fyrir að birta hér upplýsingar um ferðina og framgangi undirbúnings. Fyrst er það spurningin með gistingu. Í húsinu okkar Mó er gisti pláss fyrir ca 6-8. Óli ætlar að kanna möguleikann á gistingu í Læknishúsinu fyrir þá sem þess óskuðu í könnuninni um daginn. Ég hef verið að skoða hvaða gönguleiðir stefnt skal á. Það hefur komið fram ósk um að ganga að Sléttu sem er yst í norðanverðum Jökul-fjörðum. En Sléttuhreppur hinn forni heitir eftir þessari jörð.

Mögulegar gönguleiðir:

1. Hesteyri - Látrar í Aðalvík ca 6-8 tímar fram og til baka.

2. Hesteyri - Sæból í Aðalvík - Miðvík Hesteyri ca 8 -12 tímar.

3. Hesteyri - Hesteyrarbrúnir í Kjaransvíkurskarð tími óráðinn.

4. Hesteyri - Slétta. Þetta er hægt að teygja eins og menn villja.

Síðan er ganga inn að Heklu skilduverk en það er um 2ja km ganga inn með Hesteyrarfirði að gamalli Hvalstöð sem norðmenn reistu rétt fyrir aldamótin 1900. Seinna var stöðinni breytt í síldarbræðslu. Starfrækslu hennar lauk upp úr 1940.

 Á Hesteyri eru nú 9 hús sem notuð eru sem sumarhús. Flest þessara húsa eru frá fyrri hluta síðustu aldar en nokkur voru reist fyrir aldamótin 1900. Í einu þessara húsa, Læknishúsi, er rekin ferðaþjónusta á sumrin og er boðið uppá svefnpokagisting og kaffiveitingar. Í öðru húsi, sem gengur undir nafninu Búðin, var rekin verslun en Hesteyri varð löggiltur verslunarstaður 1881.

Innan við Hesteyri rennur Hesteyrará sem oft reyndist farartálmi þeim sem ætluðu norður í víkur (Kjaransvík, Hlöðuvík, Hornvík...). Áður var brú á ánni niður á svonefndu árrifi en hún varð ónothæf fljótlega eftir að staðurinn fór í eiði. Sumarið 2004 var áin brúuð aftur . Rúmum tveimur kílómetrum innan við þorpið stóð áður hvalstöð reist 1894, en var síðar breytt í  síldabræðslu. Stöðin var reist af norðmönnum en komst síðan í eigu íslendinga. Stöðin var starfrækt fram til ársins 1940. Í dag er orðið lítið eftir af stöðinni nema rústir og mikill strompur sem enn stendur.

Kirkja var reist á Hesteyri, og var hún vígð 3. september 1899. Kirkjunni var þjónað frá Staðarkirkju í Aðalvík. Það voru Norðmenn þeir sem áttu hvalverksmiðjuna á Stekkeyri sem gáfu kirkjuna til Hesteyringa . Kirkjan var flutt tilhöggvin frá Noregi. Árið 1962 var hún tekin niður og flutt til Súðavíkur þar sem hún stendur enn. Það láðist að fá leyfi Hesteyringa fyrir töku kirkjunnar. Ekki hefur verið rætt meðal landeigenda hvað gera skuli í því máli. Ekki væri óeðlilegt að einhverjar bætur kæmu fyrir kirkjuna.

Hesteyrarþorp fór í eyði 1952. Eftir nokkurra ára deyfð hefur stöðugt aukist áhugi afkomenda þeirra sem þarna lifðu, á að halda húsum og öðrum mannvirkjum við og nýta sér til ánægju á sumrin.  Þar sem kirkjan stóð hefur nú verið reystur minnisvarði með bjöllu og kopar skildi með teikningu af kirkjugarðinum og lista yfir þá sem þar hvíla.

  

 

 

 

 

 

 

Umhverfisstofnun

 Gisting

 Ísafjörður

 Sjóferðir H og K

 Veðurfréttir

 Veitingar

 Vesturferðir

 Flóðatafla

 

 

 

 

 

Hesteyri.is - Elías Oddsson