Hesteyri.                

 

 

 

 

Húsin á Hesteyri

  Gönguferðir

  Séð inn fjöru

  Séð út á eyrar

  Séð inn fjörð.

  Í þokunni

  Sólarlag

  Búðin í sólinni

  Brýrnar vígðar

  Kagrafell og    Höfði

  Seð til Kagrafells

  Gönguferð 2006

Skjöldur Hesteryarkirkja

 

Kagrafell - ferðaskrifstofa - Travel agency

Hesteyri í Hesteyrarfirði.

     Hesteyri er eyðiþorp við Hesteyrarfjörð í Jökulfjörðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þorpið fór í eyði rétt eftir miðja síðustu öld. Hesteyrarjörðin, sem þorpið stendur á, á landamerki með jörðinni Sléttu í Sléttuhreppi yst í Hesteyrarfirði. Jörðin nær frá landamerkjum við Sléttu fyrir Hesteyrarfjörð og fremst á Lásfjall.

Á Hesteyri eru nú 9 hús sem notuð eru sem sumarhús. Flest þessara húsa eru frá fyrir hluta síðustu aldar en nokkur voru reist fyrir aldamótin 1900. Í einu þessara húsa, Læknishúsi, er rekin ferðaþjónusta á sumrin og er boðið uppá svefnpokagisting og kaffiveitingar. Í öðru húsi, sem gengur undir nafninu Búðin, var rekin verslun en Hesteyri varð löggiltur verslunarstaður 1881.

Innan við Hesteyri rennur Hesteyrará sem oft reyndist farartálmi þeim sem ætluðu norður í víkur (Kjaransvík, Hlöðuvík, Hornvík...).Sumarið 2004 var áin brúuð. Rúmum tveimur kílómetrum innan við þorpið stóð áður hvalstöð, reist 1894, sem síðar varð síldarbræðsla. Stöðin var reist af norðmönnum en komst síðan í eigu íslendinga. Stöðin var starfrækt fram í seinna stríð. Í dag er orðið lítið eftir af stöðinni nema rústir og strompur mikill sem enn stendur

Kirkja var reist á Hesteyri, og var hún vígð 3. september 1899. Kirkjunni var þjónað frá Staðarkirkju í Aðalvík. Það voru Norðmenn þeir sem áttu hvalverksmiðjuna á Stekkeyri sem gáfu kirkjuna til Hesteyringa . Kirkjan var flutt tilhöggvin frá Noregi. Árið 1960 var hún tekin niður og flutt til Súðavíkur og vígð þar 1963 þar sem hún stendur enn. Það láðist að fá leyfi heimamanna frá Hesteyri fyrir töku kirkjunnar. Ekki hefur verið rætt meðal landeigenda hvað gera skuli í því máli.

Hesteyrarþorp fór í eyði 1952. Eftir nokkurra ára deyfð hefur stöðugt aukist áhugi, afkomenda þeirra sem þarna lifðu, á að halda húsum og öðrum mannvirkjum við og nýta sér til ánægju á sumrin.  Þar sem kirkjan stóð áður hefur nú verið reistur minnisvarði með bjöllu og koparskildi með teikningu af kirkjugarðinum og lista yfir þá sem þarna eru grafnir.

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Umhverfisstofnun

Gisting

Ísafjörður

Sjóferðir H og K

Veðurfréttir

Veitingar

Vesturferðir

Flóðatafla

Fossavatnsganga 2012

Gönguskíðaferðir 2012

Hekla_1

Hekla_2

 

 

 

 

Hesteyri.is - Elías Oddsson